Símatímar á heilsugæslustöð

Símatímar eru daglega hjá heilsugæslulæknum og hjúkrunarfræðingum

Gott er að fá símatíma hjá lækni til að fá niðurstöður úr blóðprufum eða myndatökum svo dæmi sé tekið. Ekki er alltaf nauðsynlegt að hitta lækni. 

Til að panta símatíma skal hringt strax upp úr kl. 8 samdægurs því símatímar klárast oft hratt. Tekið er niður símanúmer og læknir hringir tilbaka.

Einnig er hægt að panta símatíma hjá hjúkrunarfræðingum alla daga. Hjúkrunarfræðingar geta oft leyst úr ýmsum vandamálum svo sem ráðgjöf vegna veikinda, umbúðaskipti, vörtumeðferð, ráðgjöf í málefnum barna o.s.frv.