Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

Þjónustukönnun á HSU Hornafirði framkvæmd næstu tvær viku. - 17. nóv. 2017

Þjónustukönnun verður framkvæmd á næstu tveimur vikum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði. Könnunin nær til allra þátta þjónustunnar sem í boði er. Íbúar í hjúkrunar- og dvalarrýmum og aðstandendur þeirra fá könnunina til útfyllingar og einnig verður könnun dreift til þeirra sem þiggja þjónustu heimahjúkrunar og í dagþjálfun aldraðra. Á heilsugæslunni verður hægt að fylla út könnunin í tvær vikur frá og með mánudeginum 18. nóvember. Hér er tengill á þjónustukönnun heilsugæslunnar 2017. 

20170627_200000

Hjólað óháð aldri - 7. nóv. 2017

Hjólað óháð aldri - HÓA byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Hjólarar eru skipaðir sjálfboðaliðum úr nágrenni hjúkrunarheimilanna eða aðstandendum íbúanna. 

Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gefa þrekhjól! - 2. nóv. 2017

Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gáfu á dögunum tvö þrekhjól í sjúkraþjálfun HSU Hornafirði.

Heilbrigðisstofnun og leikskólinn síma- og netsambandslaus - 27. okt. 2017

Ljósleiðari fór í sundur við Kirkjubraut sem hefur þær afleiðingar að síma- og netsambandslaust er við Heilbrigðisstofnun og leikskólann Sjónarhól og verður fram eftir degi. Heilbrigðisstofnun bendir á 112 ef um neiðartilfelli er að ræða.