Upplýsingar vegna Covid-19

Hér er að finna upplýsingar tengdar Covid-19 faraldrinum í Sveitarfélaginu Hornafirði.


Staðan í dag 23. mars 2020 vegna Covid-19 - 23. mar. 2020

Tvö staðfest smit og 47 í sóttkví.

Staðan í dag 21. mars 2020 vegna Covid-19 - 21. mar. 2020

Tvö staðfest smit og 32 í sóttkví í Sveitarfélaginu Hornafjörður

Staðan í dag 18. mars 2020 vegna Covid - 19. - 19. mar. 2020

Nokkrir í sóttkví í Sveitarfélaginu Hornafjörði og eitt staðfest Covid-19 smit í Öræfunum. Viðkomandi komin í einangrun.

Breytingar á heilsugæsluþjónustu vegna Covid-19 faraldurs. - 17. mar. 2020

Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

Vegna þessa verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæsluþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Staðan í dag 17. mars 2020 - Covid 19 - 17. mar. 2020

Enginn Covid-19 smit, í dag 17. mars 2020, hefur verið staðfest í Sveitarfélaginu Hornafirði. 

5 einstaklingar eru nú í sóttkví sem höfðu verið á Tenerife og Kanarí sem tilheyrir Spáni.

 

Staðan í dag 16. mars 2020 - 16. mar. 2020

Í dag mánudaginn 16. mars hafa verið tekið rúmlega 20 sýni frá Hornfirðingum og öll hafa verið neikvæð.

Staðan vegna Covid-19 í Sveitarfélaginu Hornafirði þ. 13. mars - 13. mar. 2020

Á núverandi stundu (föstudaginn 13. mars kl. 16.00) eru engir einstaklingar í Sveitarfélaginu Hornafirði í einangrun eða sóttkví.

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skjólgarðs og Mjallhvítar vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi - 11. mar. 2020

Framkvæmdaráð Skjólgarðs og Mjallhvítar hefur tekið þá ákvörðun að loka fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 13. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag.