Hreyfiseðill á heilsugæslunni

Hreyfistjóri heilsugæslunnar er Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari.

Líkamskerfi okkar er gert fyrir hreyfingu. Marga lífsstílssjúkdóma má rekja í dag til hreyfingarleysis. Umfangsmikil vísindaleg þekking er fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á hina ýmsu sjúkdóma.

Hreyfiseðillinn byggir á því að læknir metur einkenni og ástand skjólstæðings og ávísar síðan hreyfingu sem meðferð, eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við.

Læknir vísar skjólstæðingnum áfram til hreyfistjóra Hreyfiseðilsins sem hefur aðsetur á Heilsugæslustöðinni. Í komunni til hans eru möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu. Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu. Auk þess er 6 mínútna göngupróf framkvæmt og kennt hvernig skráning á hreyfingu er háttað.

Skráning er þá í höndum skjólstæðings og eftirfylgnin í höndum hreyfistjóra og læknis. Hreyfistjórinn fylgist reglulega með framvindu og gangi mála og læknirinn ákveður endurkomu til sín við útgáfu hreyfiseðilsins.

Fyrir hverja er hreyfiseðill?

Hreyfiseðill getur hentað öllum sem hafa ákveðinn sjúkdóm, byrjandi sjúkdómseinkenni eða vilja vinna að því að koma í veg fyrir þróun einkennanna. Getur þetta átt við um:

  • Þunglyndi, kvíða og  depurð
  • Hækkaðan blóðþrýsting og háþrýsting
  • Hækkaðar blóðfitur, hækkaðan blóðsykur og sykursýki
  • Langvinna verki, gigt, síþreytu
  • Ofþyngd, offitu, efnaskiptasjúkdóma
  • Beinþynningu
  • Hjarta- og lungnasjúkdóma

Ef hreyfiseðill er úrræði sem gæti hentað er bent á að hafa samband við lækni heilsugæslunnar.

Fræðsluefni um hreyfiseðilinn.