Lyfjaendurnýjun

Hægt er að panta Lyfjaendurnýjun í gegnum heilsuveru.is eða í síma 470 8600 alla virka daga frá kl. 09:00-12:00.

  • Lyfjaendurnýjun er hægt að panta í gegnum heilsuveru.is með notkun rafrænna skilríkja.
  • Lyfjaendurnýjun er hægt að panta  alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 í síma 470 8600.
  • Eingöngu eru endurnýjuð þau lyf sem tekin eru að staðaldri og áður útgefin af læknum. 
  • Athugið að beiðni þarf að berast fyrir kl 12.00 ef afgreiðsla á að fara fram samdægurs. 
  • Nauðsynlegt er að hafa nákvæmar upplýsingar um lyfið, heiti þess, styrkleika og hve oft það er tekið á dag.
  • Mikilvægt er fyrir sjúklinga að verða ekki lyfjalausir og því best að fá lyf endurnýjuð 2-3 dögum áður en síðasti skammtur er búinn.
  • Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður og ef langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu.

Fjölnota lyfseðlar:

Mikið hagræði er að því  fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma.