Sérfræðingar með móttöku
Barnalæknar eru reglulega með móttöku á heilsugæslunni. Tilvísanir fara í gegnum lækna, ljósmóður og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar.
Barnalæknar sem koma eru:
- Valtýr Stefánsson Thors, barnalæknir og ofnæmis- og smitsjúkdómar barna.
- Sigurður Sverrir Stephensen, barnalækningar og hjartasjúkdómar barna.
Aðrir sérfræðilæknar með reglubundna móttöku á heilsugæslustöðinni eru augnlæknir, háls-, nef og eyrnalæknir, kvensjúkdómalæknir. Auglýst er sérstaklega í Eystrahorni og á heimasíðu stofnunarinnar þegar þessir sérfræðingar eru væntanlegir og tímabókanir hjá þeim eru hjá móttökuritara heilsugæslunnar.
Sérfræðilæknar sem koma eru:
- Ólöf Kr. Ólafsdóttir, augnlæknir.
- Sigríður Sveinsdóttir, háls-, nef og eyrnalæknir.
- Arnar Hauksson fæðingar- og kvensjúkdómalæknir.
Auk þess er hópskoðun vegna brjósta- og leghálskrabbameina annað hvert ár á vegum Krabbameinsfélags Íslands.
Aðrir sérfræðingar sem hafa reglubunda þjónustu á Hornafirði eru Talmeinafræðingur og Sálfræðingur. Tilvísanir til þeirra eru í gegnum lækna, hjúkrunarfræðinga og skólaskrifstofu.