Sjúkraflutningar

Ef þörf er á sjúkrabifreið skal hringja í Neyðarlínuna 112

Á Hornafirði eru reknar tvær sjúkrabifreiðar. Sjúkrabílasjóður Rauða Kross Íslands á og rekur bifreiðarnar, sér um endurnýjun á þeim og kaup á tækjum og búnaði. Heilsugæslan sér um starfsmannahald og útvegar einnota lækna- og hjúkrunarvörur.

Sjúkraflutningsmenn eru á bakvakt allan sólarhringinn. Reglulega eru haldin endurmenntunarnámskeið fyrir sjúkraflutningsmenn. Útköllum sjúkrabifreiða hefur fjölgað mikið undanfarin ár og eru í kringum 200.

Sjúkraflug er notað ef þarf að flytja veika einstaklinga frá Hornafirði. Mýflug ehf rekur sjúkraflug í landinu. Fjöldi sjúkrafluga eykst einnig ár hvert og eru nú um 70 á hverju ári. 

 Sjúkraflutningamenn stofnunarinnar eru:

  • F. Jónas Friðriksson, varðstjóri sjúkraflutninga
  • Andrés Júlíusson
  • Baldvin S. Guðlaugsson
  • Guðrún R. Valgeirsdóttir
  • Lars Andrésson
  • Ragnar M. Alfreðsson
  • Sólveig Sveinbjörnsdóttir
  • Valgerður Hanna Úlfarsdóttir
  • Borgþór Freysteinsson