Ung- og smábarnavernd

Tímapantanir í skoðanir alla virka daga frá kl. 8:00-16:00 í síma 470 8600.

Tilgangur og markmið ung- og smábarnaverndar er að fylgjast reglulega með heilsu og framvindu á þroska barna. Þannig er fylgst með vitsmuna- og tilfinningaþroska, ásamt félagslegum og líkamlegum þroska frá fæðingu til sex ára aldurs.

Skömmu eftir fæðingu berst fæðingatilkynning á þá heilsugæslustöð sem sinnir svæðinu sem barnið býr á. Það tekur mislangan tíma fyrir tilkynninguna að berast heilsugæslustöðinni í pósti og er foreldrum því ráðlagt að hafa samband við sína heilsugæslustöð fljótlega eftir að heim er komið af fæðingadeildinni. 

Öllum foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan.

Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Lesefni fyrir foreldra:

Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur sér ungbarnavernd til 18 mánaða aldurs og  2 1/2 og 4 ára skoðun.