Dagdvöl aldraðra í Ekrunni

Í Ekrunni er starfrækt dagdvöl fyrir aldraða.

Í Ekrunni er starfrækt dagdvöl. Dagdvölin hefur 6,5 rými samkvæmt þjónustusamning en milli 10 – 20 einstaklingar njóta þjónustunnar. Markmið starfsins er að bjóða eldri borgurum þjónustu sem miðar að því að þeir geti sem lengst búið á eigin heimili þrátt fyrir skerta andlega eða líkamlega heilsu.

Sótt er um dagdvöl hjá hjúkrunarstjóra á heilsugæslustöð og/eða framkvæmdastjóra HSU Hornafirði. Umsóknareyðublað um dagdvöl hjá hjúkrunarstjóra á heilsugæslustöð má nálgast hér í (pdf) eða hjá móttökuritara heilsugæslustöðvarinnar.

Þjónustugjald: Dvalargestir greiða fyrir hvern dvalardag og fæði. Greiða þarf sérstaklega fyrir efni til tómstundaiðju. Gjaldskrá fyrir dvalargesti má nálgast hér í (pdf)

Hér má sjá reglugerðir um málefni aldraðra s.s. um dagvist aldraðra .

Starfsfólk dagdvalar aldraðra eru Anna Antonsdóttir, félagsliði, Eyrún Steindórsdóttir og Katrín Ó. Jónsdóttir og sími í dagdvöl er 470 8650.

Dagdvölin heldur úti fésbókarsíðu þar sem hægt er að fylgjast með hvað er um að vera í starfseminni en reglulega er farið í ferðir um bæinn, tekið er á móti heimsóknum og ýmislegt fleira er brallað. Hlekkur á fésbókarsíðuna.