Heimsóknartímar

Við biðjum skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra vinsamlega að ræða ekki um sjúkdóma og meðferð annarra og munið að allt starfsfólk hefur skrifað undir þagnarskyldu.

Á Skjólgarði eru gestir ávallt velkomnir.

Fyrir hádegi er heimilisfólk að undirbúa sig undir daginn og því sá tími sem hentar síst til heimsókna og er því ágætt að hafa heimsóknir á þeim tíma í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing og heimilismann. 

Aðstandendur mikið veikra sjúklinga geta verið hjá ástvinum sínum allan sólahringinn ef þess er óskað. Gott er að ræða málið við hjúkrunarstjóra eða vakthafandi hjúkrunarfræðing.

Í Mjallhvít eru engir fastir heimsóknatímar, heldur taka heimilismenn á móti gestum þegar þeim hentar.

Gestum er velkomið að taka með sér dýr í heimsókn ef áhugi er fyrir því en dýrin vekja ávallt kátínu hjá íbúum.