Dvalardeildin Mjallhvít

Í Mjallhvít búa sex íbúar í heimilislegri íbúð

Markmiðið er að skapa heimilislegt umhverfi  þar sem heimilismenn halda reisn sinni og virðingu. Þeir hafa í kringum sig persónulega muni s.s. eigin rúmföt, myndir og húsgögn. Engir fastir heimsóknatímar eru, heldur taka heimilismenn á móti gestum þegar þeim hentar.

Vaktþjónusta er á heimilinu frá kl. átta á morgnanna til klukkan ellefu á kvöldin. Öryggisþjónustan sér um vöktun heimilisins yfir nóttina.

Ýmsar upplýsingar um málefni aldraðra má finna á vef Velferðarráðuneytisins.

Umsjónarmaður dvalardeildar er Sigríður Lárusdóttir sjúkraliði með sérnám í öldrun og símanúmer í Mjallhvít er 470 8660.

Hjúkrunarstjóri er Helena Bragadóttir: helenab(hjá)hornafjordur.is, sími 470 8635