Mötuneyti HSU Hornafirði

Mötuneyti HSU Hornafirði er afgreiðir mat alla daga ársins.

Mötuneyti HSU Hornafirði er afgreiðir mat alla daga ársins. Mötuneytið þjónustar íbúa og starfsfólk stofnunarinnar, ásamt því að þjónusta dvalardeild, dagdvöl aldraðra í Ekru, dagþjónstu fatlaðra og einstaklinga í heimahúsum. Starfsfólk mötuneytis og keyrir út matarbakka í hádeginu alla virka daga ársins. Öryggisvarslan keyrir út mat um helgar.

Haustið 2014 tók mötuneyti HSU við skólamatnum og sendir einnig mat í Grunnskóla Hornafjarðar.

Að jafnaði eru eldaðir um 400 matarskammtar alla virka daga í mötuneytinu.

Mötuneytið starfar eftir GÁMES reglunum og hefur Lýðheilsumarkmið að leiðarljósi við matseðlagerð. Hér má lesa fræðsluefni um næringu á efri árum. Embætti landlæknis hefur gefið út góðan bækling um ráðleggingar um mataræði en hægt er að skoða hann.

Gjaldskrá fyrir dagdvöl og mötuneyti má skoða hér .
Hægt er að sækja um að fá heimsendan mat hér .
Matseðil á Skjólgarði, Mjallhvít og Ekrunni - hér er næringaútreiknaður matseðill .

Beinn sími í mötuneyti er 470 8640.

Yfirmaður í mötuneyti er Kristján S. Guðnason, mailto:kristjang(hjá)hornafjordur.is