Sjúkraþjálfun Skjólgarði

Sjúkraþjálfari starfar á Skjólgarði og Mjallhvít þar sem hann sinnir bæði heimilisfólki og þeim sem leggjast inn í sjúkrainnlögn. 

Sjúkraþjálfunaraðstaða er vel tækjum búin en er staðsett í öðru húsnæði gegnt Skjólgarði. Sjúkraþjálfun fer því að miklu leiti fram á hjúkrunardeildinni ásamt því að nýta sjúkraþjálfunaraðstöðuna.

Markmið sjúkraþjálfunar er að:

  •  Veita skjólstæðingum sjúkraþjálfunar viðeigandi þjálfun, fræðslu og ráðgjöf með það að markmiði að auka og/eða viðhalda líkamlegri, andlegri og félagslegri getu þeirra.
  • Að auka eða viðhalda færni og hreyfigetu skjólstæðinga okkar og auðvelda þeim að takast á við hið daglega líf á stofnuninni ásamt því að gera umönnun léttari.
  • Endurhæfa þá skjólstæðinga sem leggjast inn eftir aðgerðir og í hvíldarinnlagnir með því markmiði að þeir geti útskrifast heim í sitt fyrra umhverfi.
  • Veita starfsmönnum fræðslu og ráðgjöf í vinnuvistfræði.

Í sjúkraþjálfun er mismunandi meðferðaraðferðum beitt sem dæmi: Skoðun og prófanir, færnisþjálfun, styrktar- og úthaldsþjálfun, fræðsla og ráðgjöf, nudd, teygjur, liðlosun, tog, laser, bylgjumeðferð, rafmagnsmeðferð, heitir og kaldir bakstrar og margt fleira.

Sjúkraþjálfari metur einnig þörf fyrir hjálpartæki og pantar þau ásamt því að og leiðbeina með notkun þeirra. Sjúkraþjálfari fer í heimilisathugun ef þörf þykir fyrir útskrift og metur þörf á hjálpartækjum, leiðbeinir með uppsetningu hjálpartækja o.fl.

Sjúkraþjálfari sér einnig um leikfimi á Skjólgarði tvisvar í viku og í dagdvöl aldraðar í Ekrunni einu sinni í viku.

Sjúkraþjálfari er Einar Smári Þorsteinsson.  Netfang: einarsmari@hornafjordur.is

Leikfimi