Skjólgarður

Hjúkrunar- og sjúkradeildin fluttist í nýbyggingu við Víkurbraut 29 árið 1996. Áður var  hjúkrunar- og dvalarheimilið Skjólgarður í viðlagasjóðshúsum að Hvannabraut 1-3.Heilsugaesla

Hér má sjá lög og reglugerðir um málefni aldraðra.

Vistunar- og færnimatsnefnd á Selfossi fer yfir allar umsóknir um dvöl á hjúkrunar og dvalarheimili á Hornfirði og metur hvort einstaklingar séu í þörf fyrir dvöl á heimili. Sama gildir um hvíldarinnlagnir. 

Óski einstaklingur eftir plássi á hjúkrunar- eða dvalardeild þarf að fylla út umsóknareyðublað um færni- og heilsumat sem finna má HÉR

Óski einstaklingur eftir hvíldarinnlögn á hjúkrunardeild þarf að fylla út umsókn þar um og skila til heilsugæslu eða á hjúkrunardeildina. Umsóknareyðublað.

Hjúkrunarstjóri á hjúkrunar- og sjúkrasvið er Helena Bragadóttir. hjúkrunarfræðingur, Bs og masternemi í geðhjúkrun frá HÍ . Netfang: helenab(hjá)hornafjordur.is