Gæða- og öryggismál

Gæða og öryggismál eru mikilvæg í allri heilbrigðisþjónustu

Í gæðastefnu stofnunarinnar kemur fram að stefnt sé að því að skjólstæðingar stofnunarinnar fái sem bestu mögulegu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma. Gæði þjónustunnar verði í stöðugri endurskoðun og mæti þörfum skjólstæðinga stofnunarinnar með virkri gæðaþróun. Stuðlað verða að stöðugu umbótastarfi og tryggt að öll þjónusta sé í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu og viðurkennda gæðastaðla. 

Þeir gæðavísar sem stofnunin hefur unnið eftir eru eftirtaldir:  

  • Sögu kerfið.
  • RAI mat.  
  • Lyfjagæðavísir.  
  • Þjónustukannanir. 
  • Vinnustaðargreining.
  • GÁMES í mötuneyti HSU Hornafirði. 
  • Öryggisnefnd starfar samkvæmd reglugerð Vinnueftirlits Ríkisins.  
  • Rýmingaráætlun, rýmingaræfingar í samstarfi við eldvarnarfulltrúa sveitarfélagsins.