Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Heilbrigðisstofnunin starfar eftir umhverfisstefnu sveitarfélagsins.
Í rekstri allra stofnanna sveitarfélagsins skal leitast við að starfsemin hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið. Eitt af helstu markmiðum sveitarfélagsins í umhverfismálum er að skila umhverfi og náttúru svæðisins til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en það er nú. Unnin verði framkvæmdaráætlun með markmiðum umhverfisstefnunnar að leiðarljósi og samkvæmt markmiðum loftlagsverkefnis Landverndar og Sveitarfélagsins.
Helstu áherslumál í umhverfismálum eru að:
- minnka losun gróðurhúsalofttegunda, með áherslu á samgöngur og vistakstur starfsmanna sveitarfélagsins.
- innkaupareglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar með það að leiðarljósi að innkaup stofnanna verði vistvæn.
- flokka endurnýtanleg efni og nýta lífrænan úrgang í þeim tilgangi að draga sem mest úr því sem fer til urðunar.
- fræða íbúa og starfsfólk um umhverfismál og innra umhverfisstarf sveitarfélagsins, allir verði hvattir til að stunda vistvænan lífstíl.
- unnar verði leiðbeiningar um umhverfisstarf innan stofnanna sveitarfélagsins sem miða að markmiðum loftlagsverkefnisins og mæla árangur.