Um hjúkrunarsvið Hornafjarðar

Úr sögu stofnunarinnar

Hornafjörður er stórt og mikið læknishérað, eða allt frá Skaftafelli í vestri að Hvalnesi í austri. Allt frá aldamótum 1900 hefur verið starfandi héraðslæknir á Höfn, og hefur hann haft skyldur við allt þetta stóra læknishérað.

“Fyrir læknirinn í Hornafjarðarhéraði voru ferðirnar suður í Öræfi erfiðastar og tímafrekastar en þangað hafði Þorgrímur Þórðarson (læknir 1902-1908) héraðslæknir í Borgum í Nesjum farið tvær skylduferðir á ári, auk þess að vera sóttur til sjúklinga ef mikið lá á”

Saga Hafnar, 1.bindi, bls 311

Áður en elli- og hjúkrunarheimili var tekið notkun á Höfn naut aldrað fólk yfirleitt umönnunar sinna nánustu vina og ættingja. Sögu Austur-Skaftfellinga um umbætur í þessum málum má rekja aftur til 1956 þegar aðalfundur Sambands austur-skaftfellskra kvenna haldinn. Þar flutti Regína Stefánsdóttir á Grímsstöðum mál sem bar yfirskriftina “Elli- og hjúkrunarheimili” Taldi hún mikla þörf fyrir stofnun í sýslunni þar sem hægt væri að taka inn sjúklinga til skemmri eða lengri tíma. Var þetta baráttumál þessara samtaka fram eftir öldinni, ásamt öðrum saman ber Kvenfélagasambandinu og fleirum. Var þar Sigurlaug Árnadóttir frá Hraunkoti í Lóni fremsti í flokki sem formaður Sambands austur-skaftfellskra kvenna.

Árið 1974 var svo komið í þessum málum að sýslusjóður keypti eitt Viðlagarsjóðshús, (Hvannabraut 3) og leigði svo annað (Hvannabraut 5) undir rekstur elli og hjúkrunarheimilis. Þann 8 nóvember 1974 var svo Elli og hjúkrunarheimili Austur – Skaftafellssýslu tekið í notkun. Þá höfðu þar þegar fæðst 5 börn og öllum rúmum sem ætlað var, átta eða níu talsins, hafði verið ráðstafað. Auk þess voru í húsinu rúm fyrir 5 legusjúklinga, þar af eitt fyrir sængurkonu. Einnig var gert ráð fyrir að heimilið gæti tekið á móti slösuðum.

Þegar heimilið tók til starfa voru fastráðnir starfsmenn 10, þar af 3 í hlutastarfi.

Ákveðið var í samráði við bæjarráð, að fara í stefnumótunarvinnu  vorið 2011 og var sú stefna í gildi til ársins 2016.

Ný stefna var samþykkt árið 2016 en var hún unnin af framkvæmdastjóra stofnunarinnar í samstarfi við Heilbrigðis- og öldrunarnefnd. Haldnir voru margir hugarflugsfundir þar sem starfsmenn, aldraðir, íbúar, stjórnin o.fl mótuðu þá stefnu sem samþykkt var af bæjarstjórn.