Auglýst eftir félagsliða

24. júl. 2018

Viltu vinna með skemmtilegu fólki á öllum aldri, þá er þetta eitthvað fyrir þig!Hljomsveit-gamlingja

Við leitum að félagsliða eða frjóum og skemmtilegum einstaklingi til starfa í félagslegri virkni með heimilisfólki á Skjólgarði og dagdvöl HSU Hornafirði.

Starfið felst í að skipuleggja og leiða félagslega virkni með íbúum. Hvort sem er innan eða utanhúss. Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem krefst jákvæðni, skipulagshæfileika og gleði.

Um dagvinnu er að ræða starfshlutfall 70-100% eftir samkomulagi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í ágúst. Umsóknafrestur er til og með 6. ágúst 2018.

Laun samkvæmt kjarasamningum Sveitarfélaga við Afl starfsgreinafélag eða Foss stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður K. Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hornafjordur.is