Auglýsum eftir hjúkrunarfræðingi

2. jún. 2019

Hjúkrunardeild HSU á Hornafirði leitar að hjúkrunarfræðingi í framtíðarstarf.

Um er að ræða 80 - 100% vaktavinnu sem felur í sér morgun- og kvöldvaktir og bakvaktir á nóttunni.

Við leitum að þér - hjúkrunarfræðingnum sem vill búa innan um fallegustu jökla landsins, í geggjuðu útsýni, með aðgengi að frábærum gönguleiðum og dásamlegri sundlaug með eðal kalda potti. Sem vill geta stundað fjölbreytt íþróttalíf og félagsstarf. Og að sjálfsögðu langar að vinna með eðal úrvals samstarfsfólki á frábærum vinnustað.

Hjúkrunardeild HSU á Hornafirði leitar að hjúkrunarfræðingi í framtíðarstarf.Um er að ræða 80 - 100% vaktavinnu sem felur í sér morgun- og kvöldvaktir og bakvaktir á nóttunni.

Skjólgarður er heimilislegt hjúkrunarheimili rekið af Sveitarfélaginu Hornafjörður samkvæmt þjónustusamning þess við Sjúkratryggingar Íslands undir HSU á Hornafirði. Skjólgarður starfar samkvæmt hugmyndafræðinni Lev og Bo.

Hjúkrunardeildin er með 24 hjúkrunarrými og 4 sjúkrarými ásamt 6 rýma dvalardeild sem er í sér húsnæði. Hjúkrunarfræðingar eru að þjónusta þessi rými. Sjúkrarýmin eru hluti af bráðaþjónustu HSU á Hornafirði. Hjúkrunarfræðingum stofnunarinnar býðst, að vera í viðbótar útkallsþjónustu neyðarflutninga.

Hæfnikröfur
Reynsla í starfi
Fagleg hæfni og metnaður
Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt
Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
Starfsleyfi Landlæknis
Góð íslenskukunnátta

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur rennur út þ. 20. júní 2019.

Upplýsingar um starfið veita sem og taka við umsóknum;Helena Bragadóttir hjúkrunarstjóri veitir upplýsingar um starfið í síma 470-8635 eða á netfangið helenab@hornafjordur.is og Guðrún Dadda Ásmundardóttir framkvæmdastjóri - gudrunda@hornafjordur.is