Bólusetningar gegn inflúensu

24. sep. 2019

Bólusetningar gegn inflúensu eru hafnar á heilsugæslunni.

Bólusetningar gegn inflúensu er hafnar á heilsugæslunni á Höfn. Bólusett er alla virka daga á milli klukkan 11 og 12. Ekki þarf að panta tíma, bara mæta á staðinn.

Landlæknir hvetur sérstaklega alla, sem eru 60 ára og eldri og þau börn og fullorðna sem eru haldin langvinnum og illkynja sjúkdómum, að láta bólusetja sig.