"Er gott að eldast?"

Málþing 22. maí kl. 11 í Nýheimum um stöðu eldri borgara í nútíð og framtíð

9. maí 2019

Félag eldri Hornfirðinga og Sveitarfélagið Hornafjörður standa að sameiginlegu málþingi þ. 22. maí kl. 11 í Nýheimum sem ber yfirskriftina "Er gott að eldast?" Málefnin eru; húsnæðismál, félagsstarf, hvað er í boði hjá sveitarfélaginu og framtíðarsýn þess í málefnum eldri borgara, velferðartækni og heilsuefling.

Félag eldri Hornfirðinga og sveitarfélagið Hornafjörður munu standa að sameiginlegu málþingi þ. 22. maí kl. 11 í Nýheimum sem ber yfirskriftina "Er gott að eldast?" - staða eldri borgara í nútíð og framtíð. Góðir gestir munu koma og má þar nefna Þórunni Sveinbjörnsdóttir formann Landsambands eldri borgara, Ásdísi Skúladóttur fulltrúa Gráa Hersins, Haukur Þorvaldsson formaður félags eldri Hornfirðinga, Arnar Guðmundur Ólason frá Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar og fulltrúar frá Memaxi og Búmönnum.

Málefnin eru fjöbreytt. Fyrir hádegi verður fjallað um hvað er í boði hjá sveitarfélaginu og framtíðarsýn þess í málefnum eldri borgara. Að loknum hádegismat verða húsnæðismálin í öndvegi þar sem fulltrúi sveitarfélagsins mun fjalla um stefnu þess í húsnæðismálum ásamt fulltrúa Búmanna kynnir þeirra starf. Gott rými verður til umræðna í þessum lið. Að loknu kaffihlé verða málefnin félagsstarf, velferðartækni og heilsuefling rætt og Ásdís Skúladóttir mun loka málþinginu með umfjöllun um hvort það sé gott að eldast.

Dagskrá málþingsins er hér.

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Hornafjarðar verður málþingstjóri.

Þátttaka í málþingu er öllum að kostnaðarlausu ásamt veitingunum.

Er það einlæg von skipuleggjenda, að það verði fjölmennt.