Framkvæmdir á heilsugæslunni

23. maí 2017

Framkvæmdir standa yfir á heilsugæslunni. Verið er að endurnýja skiptistofuna á heilsugæslunni en það hefur ekki verið gert frá því húsið var byggt. Ríkiseignir halda utan um framkvæmdina. 
Skiptistofan er nú í bráðabirgða aðstöðu á meðan á framkvæmdum stendur. Allt bendir til þess að framkvæmdum ljúki undir lok vikunnar með betri aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk.