Framtíðarstörf á Skjólgarði

7. sep. 2017

Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig!
Framtíðarstarf í ræstingu og aðhlynningu á Skjólgarði

Um er að ræða ræstingu á hjúkrunardeild í hlutastarfi með möguleika á starfi í aðhlynningu samhliða. Einnig laus staða í aðhlynningu til framtíðar. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hornafjordur.is.

 Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 18. September.