Fréttaritari RÚV á Skjólgarði

10. maí 2017

Rúnar Snær Reynisson fréttaritari RÚV tók
upp frétt á Skjólgarði í síðustu viku.Elsti_yngsti-Hornafirdingur

Mikið og gott starf er unnið á Skjólgarði. Þar er meðal annars haldinn mömmumorgun reglulega ásamt því að tekið er á móti leikskólabörnum, prjónakonum, tónskólanum og ýmsum öðrum gestum. Ekki er vitað til þess að mömmumorgnar séu haldnir á hjúkrunarheimilum á landinu og var því leitað til fréttaritara RÚV á Austurlandi til að fjalla um það. Síðastliðinn fimmtudag var tekin upp frétt sem vonandi mun fá áheyrn fréttatímans á RÚV fljótlega. Þar er fjallað um aðbúnað en eins og margir vita búa næstum allir íbúar heimilisins í tvíbýli og hefur lengi verið barist fyrir stækkun heimilisins án árangurs. Einnig var rætt við elstu systkinin í sveitarfélaginu þau Lilju og Gísla Arason. Á mömmumorgni hittust elsti og yngsti íbúi sveitarfélagsins og má sjá mynd af þeim hér fyrir neðan en það eru þau Marín Ósk Björgvinsdóttir, mánaðargömul og Gísli Arason sem verður 100 ára í haust, aðeins 100 ára aldursmunur á þeim tveimur. Elsti_yngsti-Hornafirdingur