Fyrsta tvíorku bifreiðin keypt á heilbrigðisstofnunina á Hornafirði

12. mar. 2018

Heilbrigðisstofnunin keypti á dögunum nýja bifreið. Fyrir valinu var Mitsubishi Outlander Phev en hann er knúinn áfram af tvíorkutæknikerfi (Plug-in Hybrid EV) sem leiðir af sér mikinn eldsneytissparnað.Outlander
Bifreiðin leysir af velli Skoda Octavia bifreið sem var komin til ára sinna og er hún notuð af vakthafandi lækni ásamt því að vera notuð í heimahjúkrun. Bifreiðin er fjórhjóladrifin sem er mikilvægt þegar ekið er langar vegalengdir í oft á tíðum slæmri færð. Rafvélar knýja bílinn með raforku sem vélin myndar. Vélin myndar rafmagn þegar lítil hleðsla er á rafgeyminum, til að auka afl þegar t.d. ekið er upp brekkur kemur bensínvélin inn til aðstoðar. Hægt er að aka um á rafmagni stóran hluta dags en nota bensín ef ekið er um langar vegalengdir og rafmagnið klárast. Það er ánægjulegt að geta valið umhverfisvænni kosti þegar kemur að endurnýjun bifreiða og verður án efa haldið áfram á sömu braut þegar kemur að frekari endurnýjun.