Handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila

15. jan. 2018

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) héldu í dag 15. janúar umræðufund vegna Handbókar fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem gefin var út af SFV þann 15. nóvember sl. HSU Hornafirði er aðili að samtökunum og tók Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri Skjólgarðs þátt í gerð handbókarinnar.

Handbókin var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa. Við höfum nú sett handbókina inn á heimasíðuna til upplýsinga fyrir íbúa og aðstandendur þeirra.