Heilsugæslan á Höfn opin um Verslunarmannahelgina

29. júl. 2019

Í tilefni af unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn um verslunarmannahelgina verður opið á heilsugæslunni part úr degi laugardag og sunnudag.

Opið verður bæði á Heilsugæslunni á Höfn og apóteki Lyfju um verslunarmannahelgina á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Það er okkur Hornfirðingum mikilvægt að taka vel á móti gestum mótsins og gerum það með því að bæta í þjónustuna á meðan herlegheitunum standa.
Afgreiðslutímar í Lyfju og Heilsugæslu Hafnar eru eftirfarandi:

Lyfja á Höfn:
Laugardaginn 3. ágúst kl. 11 – 15
Sunnudaginn 4. ágúst kl. 13 – 15


Heilsugæslan á Höfn:
Heilsugæslan á Höfn verður með opna móttöku hjúkrunarfræðings og læknis yfir verslunarmannahelgina á eftirfarandi tímum;

Laugardaginn 3. ágúst kl. 13 – 15
Sunnudaginn 4. ágúst kl. 13 – 15
Engar tímapantanir, bara mæta.