• 20170627_200000

Hjólað óháð aldri

7. nóv. 2017

Hjólað óháð aldri - HÓA byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Hjólarar eru skipaðir sjálfboðaliðum úr nágrenni hjúkrunarheimilanna eða aðstandendum íbúanna. 

Heilbrigðisstofnunin á eitt hjól sem hefur verið notað þónokkuð mikið. Safnað var fyrir hjólinu fyrir um tveimur árum fyrir tilstuðlan 4x4 klúbbsins á Hornafirði. Síðasta sumar kom Sesselja Traustadóttir en hún er aðal forsprakki verkefnisins á Íslandi. Hún hélt námskeið fyrir áhugasama hjólara en mikilvægt er að sveitarfélagið eigi trygga "hjólara". Það er frábært að sjá hvað það gerir íbúum Skjólgarðs gott að komast út í hjólatúr og fá vind í vangann, það er greinilegt að það eflir lífsgæðin mikið. Okkur á Skjólgarði langar mikið að fjölga í hjólahópnum okkar en hér á Hornafirði eru aðstæður eins góðar og þær geta orðið og hjólið okkar er með rafmagnsmótor og því á færi allra að hjóla! Í Kópavogi er mjög öflugur "hjólari" hann Svanur sem bjó hér á Höfn í mörg ár. Þegar hann kemur í heimsókn til Hafnar hjólar hann með íbúa Skjólgarðs, hér má lesa umfjöllun um Svan úr fjölmiðlum. 

20170627_200212
20170627_201135

Við viljum benda áhugasömum hjólurum að hafa samband við Skjólgarð eða koma hafi þeir áhuga á að prófa að hjóla. Einar Smári sjúkraþjálfari og Guðbjörg Guðlaugsdóttir sjúkraliðanemi eru hjólastjórar Skjólgarðs og kenna öllum þeim sem hafa áhuga á hjólið áður en haldið er af stað.