Krabbameinsleit Leitarstöðvarinnar

8. mar. 2019

Leitarstöðin verður á Hornafirði með krabbameinsleit dagana 27 - 29 maí. 

Konur um allt land fá send boðsbréf í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim. Konur geta skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands

Boðið er upp á leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum og einstaka hjúkrunarfræðingum á öllum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni allt árið um kring.

Boðið er upp á brjóstakrabbameinsleit á mörgum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni árlega eða annað hvert ár. Konur um land allt fá send boðsbréf í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.

Allar fyrirspurnir er varða Leitarstöðina er hægt að senda á leit@krabb.is eða með því að hringja í síma 540 1919

Hópskoðun á Höfn: 27. - 29. maí. Upplýsingar um bókun koma á hér á heimasíðuna þegar nær dregur eða hægt að nálgast þær inn á mínum síðum eins og kom fram hér að ofan.