Lionsklúbbur Hornafjarðar færir HSU Hornafirði gjafir

17. okt. 2017

LionsLions menn gefa stofnuninni gjafir að verðmæti 1.000.000 kr. 

Í sumarbyrjun færðu Lionsklúbbur Hornafjarðar stofnuninni veglegar gjafir. Um er að ræða skoðunarljós á heilsugæsluna, tvo hjólastóla, tvær lágar göngugrindur og eina háa göngugrind. Einnig smáhluti sem nýtast við endurhæfingu á Skjólgarði. Lions klúbburinn færði stofnuninn til viðbótar endurlífgunardúkku og beinagreind úr plasti. Dúkkan líkir eftir viðbrögðum mannsins og er fullkomnari en hefðbundnar endurlífgunardúkkur. Mikilvægt er að læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn viðhaldi færni sinni í endurlífgun og mun dúkkan nýtast í slíkar æfingar. Tíðni slysa í sveitarfélaginu hefur aukist og munar þá mest um ferðamenn á svæðinu. Gjafirnar munu nýtast gríðalega vel í starfsemi stofnunarinnar og viljum við færa Lionsklúbbnum okkar bestu þakkir.

LarryBeinagrind