Mislingafaraldur staðfestur

6. mar. 2019

Farþegar Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaðar smituðust af mislingum af öðrum farþega. Smit er staðfest en ekki þekkt að hafi borist til Hornafjarðar

Dagana 14. og 15. febrúar sl. var farþegi um borð í flugvél Icelandair og í kjölfarið vél Air Iceland Connect frá Reykjarvík til Egilstaða og reyndist viðkomandi einstaklingur með smitandi mislinga. Aðrir farþegar og áhafnir vélanna voru í framhaldinu upplýst um þann möguleika að geta hafað smitast af mislingum. Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá.

Ekki er vitað til þess að smit hafi borist til Hornafjarðar.

Líta má svo á að flestir einstaklingar fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga á sínum tíma en almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér 1976 og síðasti stóri faraldur af mislingum gekk hér á árunum 1976-1978. Börn eru bólusett 18 mánaða en hægt er að bólusetja frá 6 mánaða aldri ef börn eru útsett eða í aukinni smithættu.

Fáir þú eftirfarandi einkenni: Hita, köldu-einkenni, roða í augu og/eða húðútbrot og sérstaklega ef þú hefur aldrei verið bólusett/ur við mislingum eða ekki fengið mislinga, þá hvetjum við þig til að HRINGJA í heilsugæslu HSU Hornafirði í síma 470-8600. 

EKKI koma á heilsugæslustöðina !!!

Bara hringja og aðili heilsugæslunnar kemur til ykkar.                                                             Það er til, að fyrirbyggja frekari smit.

Upplýsingar um mislinga má finna á vefnum heilsuvera.is

Elín Freyja Hauksdóttir,
Svæðislæknir sóttvarna á HSU Hornafirði