Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar

11. mar. 2019

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verður haldið í Ekrunni á Höfn miðvikudagana 13. – 20. – 27. mars og 03. apríl kl. 19:00-21:00. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn 1x í viku, alls 4 skipti.

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verður haldið í Ekrunni á Höfn miðvikudagana 13. – 20. – 27. mars og 03. apríl kl. 19:00-21:00. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn 1x í viku, alls 4 skipti.

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir. Námskeiðið er partur af líðheilsustefnunni og kennt í samstarfi hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum, leikskólakennara, grunnskólakennara og þroskaþjálfa.

Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til framtíðar.

Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið hentar öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri.

Þátttakendur þurfa að skrá sig á heilsugæslustöðinni, Sveitarfélagið býður öllum foreldrum barna á leikskólaaldri námskeiðið þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni sem Skrudda gefur út.

Skráning á netfangið hsu@hornafjordur.is eða á heilsugæslustöðinni í síma 4708600 frá kl 11.00 virka daga .