Ný heimasíða HSU Hornafirði

4. apr. 2017

Það er okkur mikil ánægja að opna þessa nýju heimasíðu stofnunarinnar. Gamla síðan var komin til ára sinna. Allar upplýsingar hafa nú verið uppfærðar. 

Heimasíðan hefur tekið nokkrum breytingum. Slóð heimasíðunnar hefur meðal annars breyst og er nú hsu.hornafjordur.is og starfsmenn hafa fengið ný netföng sem enda á hornafjordur.is.

Stofnunin er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði en nafnið Heilbrigðisstofnun Suðausturlands er ekki lengur í notkun.

Ef einhverjar ábendingar eru varðandi þjónustu, heimasíðu eða hvað sem er þá má endilega senda þær hér frá síðunni.