Nýir stjórnendur á HSU Hornafirði


2. jan. 2019

Gudrun-DaddaGuðrún Dadda Ásmundardóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri HSU Hornafirði þann 2. janúar. Hún er iðjuþjálfi að mennt með diploma í mannauðsstjórnun.

 


Helena-Braga_2Helena Bragadóttir tók til starfa sem hjúkrunarstjóri á Skjólgarði hjúkrunar, sjúkra og dvalarheimili þann 15. október síðstliðinn. Helena er hjúkrunarfræðingur að mennt og er í mastersnámi í geðhjúkrun við Háskólann á Akureyri.


Guðrún Dadda Ásmundardóttir hefur farsæla reynslu af stjórnun og rekstri.  Frá árinu 2009 til ársins 2011 stafaði Guðrún Dadda sem deildarstjóri dagendurhæfingardeildar eldri borgara á Hrafnistu í Reykjavík. Frá voru 2016 hefur Guðrún Dadda starfað sem forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðs fólks á Akranesi sem er sjálfstæð þjónustueining með aðila sem búa í sinni íbúð. Skjólstæðingar eru 13 talsins, starfsmenn eru alls 34. Guðrún Dadda hefur góða þekkingu á starfsemi heilbrigðis- og öldrunarþjónustu frá starfi sínu sem forstöðumaður búsetuþjónustu og sem deildarstjóri dagendurhæfingardeildar og einnig hefur hún reynslu af breytingastjórnun.

Helena Bragadóttir hefur farsæla reynslu frá Landspítalanum en þar vann hún lengst af á geðsvið göngudeild og einnig á bráðamóttöku geðsviðs. Hún hefur einnig unnið sem hjúkrunarfræðingur á Skjóli hjúkrunarheimili og Landakoti. Helena hefur einnig menntað sig í kennslu á núvitund og hefur haldið námskeið ásamt manni sínum fyrir almenning. Hún hefur tekið þátt í félagsstarfi, verið í stjórn Dáleiðslufélags Íslands, stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð og er virkur meðlimur í Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga. Var einnig í stýrihóp á vegum Hjúkrunarfélags Íslands sem vann að eflingu geðhjúkrunar á Íslandi 2016-17.

Við bjóðum þær stöllur velkomnar til starfa og óskum þeim velfarnaðar í starfi.