Nýr hjúkrunarstjóri Skjólgarði

5. sep. 2018

Helena Bragadóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri Skjólgarði hjúkrunar- og dvalarheimili HSU Hornafirði. 

Helena er hjúkrunarfræðingur frá HÍ og er í mastersnámi í geðhjúkrun við HÍ. 
Hún hefur að mestu unnið á Landspítalanum og lengst af á geðsvið göngudeild og einnig á bráðamóttöku geðsviðs. Hún hefur einnig unnið sem hjúkrunarfræðingur á öldrunarsviði. Helena hefur haldið námskeið ásamt manni sínum fyrir almenning í Hugleiðsu og Friðarmiðstöðinni og einnig í Hjúkrunarfélagi Íslands, hjá Framvegis fyrir sjúkraliða og víðar. Hún hefur tekið þátt í félagsstarfi, verið í stjórn Dáleiðslufélags Íslands, stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð og er virkur meðlimur í Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga. Var einnig í stýrihóp á vegum Hjúkrunarfélags Íslands sem vann að eflingu geðhjúkrunar á Íslandi 2016-17. Helena mun hefja störf 15. október næstkomandi og flytur hún til Hornafjarðar með manni sínum. Við hlökkum til að fá Helenu til starfa og bjóðum hana velkomna til Hornafjarðar.