Nýráðin hjúkrunarstjóri HSU Hornafirði - Skjólgarði

23. mar. 2020

Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur þegið starf hjúkrunarstjóra Skjólgarðs við HSU Hornafirði. Hún tekur til starfa þ. 1. júlí 2020.

Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur þegið starf hjúkrunarstjóra Skjólgarðs við HSU Hornafirði. Hún tekur til starfa þ. 1. júlí 2020.

Jóhanna útskrifaðist frá Hjúkrunarfræðideild HÍ 2014 og hefur starfað á bæklunardeild LSH síðan. Árið 2018 lauk hún viðbótardiplómanámi í hjúkrunarstjórnun með áherslu á rekstur og mannauðstjórnun og útskrifaðist með fyrstu einkunn frá HÍ. Hún er sem stendur í meistararnámi í hjúkrun.

Námsferill Jóhönnu endurspeglar hvernig hún lýsir sjálfri sér eða hafandi mikinn áhuga á framþróun, gæðastjórnun, breytingastjórnun og í sífellu að vera leita sér frekari þekkingar. Jóhanna hefur unnið frá útskrift við hjúkrun aldraðra enda stærstur hópur þeirra sem leggjast inn á bæklunardeild. Hefur hún áhuga á að vinna en frekar með öldruðum.

Jóhanna hefur taugar til Hornafjarðar þar eð hún bjó hér ung að árum og hefur ávallt liðið vel hér að eigin sögn. Hana hefur lengi langað til að flytja aftur út á land og þá sér í lagi hingað í fjörðinn fagra. Jóhanna er gift og tveggja barna móðir.