• Bangsar2

Skólabörn gefa bangsa

6. jún. 2018


Skólabörn í 6. bekk Grunnskóla Hornafjarðar komu færandi hendi á síðasta skóladegi vetrarins. Þau gáfu stofnuninni um 30 bangsa sem þau prjónuðu í skólanum í vetur.

Gjöfin er hluti af verkefni á landsvísu sem byggist á því að prjóna bangsa og afhenda sjúkra- og slökkvuliði hvers staðar fyrir sig til að gefa ungum skjólstæðingum, félaga til að hafa við hlið sér á erfiðum stundum þegar þeir þurfa að ferðast með sjúkrabíl eða náin aðstandandi þarf að ferðast með bílnum. Búið er að afhenta hátt í 1000 bangsa um land allt. Gjöfin kemur að góðum notum og viljum við þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

BangsarBangsar2