Staða ljósmóður - sumarafleysing

12. mar. 2019

HSU Hornafirði leitar að ljósmóður til sumarafleysinga á heilsugæslusviði

Staða ljósmóður

Um er að ræða fullt starf eða hlutastarfs eftir samkomulagi. Heilbrigðisstofnunin er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði samkvæmt þjónustusamning.

Starfs- og ábyrgðarsvið

· Mæðra- og ungbarnavernd á heilsugæslustöð.

· Ráðgjöf og fræðsla til foreldra.

· Almenn hjúkrunarstörf á heilsugæslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Hjúkrunarfræði og ljósmóðurmenntun.

· Færni í mannlegum samskiptum.

· Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði.

Laun eru skv. kjarasamningi Ljósmæðrafélagi Íslands og Launanefnd sveitarfélaga. 

Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470 8600 eða netfang ester@hornafjordur.is