Staðan í dag 21. mars 2020 vegna Covid-19

21. mar. 2020

Tvö staðfest smit og 32 í sóttkví í Sveitarfélaginu Hornafjörður

Niðurstöður sýnatöku sýna að nú eru 2 staðfest Covid-19 smit í Sveitarfélagið Hornafjörð. Eru þau í Öræfunum og Suðursveit. Báðir einstaklingarnir eru komnir í einangrun og er smitrakningarteymið í greiningarvinnu.

32 voru komnir í sóttkví í dag en mun sá fjöldi aukast í kjölfar vinnu smitrakningarteymis vegna seinna smitsins.

Við biðlum til fólks, að sýna ró og yfirvegun í þessum undarlegu aðstæðum, að fylgja leiðbeiningum Landlæknis til hins ítrasta. 

Al sterkasta vopn okkar er sápu handþvottur og sprittun handa í kjölfarið. Við sjálf erum besta sóttvörnin gegn útbreiðslu veirunnar.