Staðan vegna Covid-19 í dag 25. mars 2020

25. mar. 2020

Stöðuuppfærslur framvegis á covid.is 

Aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurlandi, að beiðni sóttvarnarlæknis, hefur beint því til sveitarfélaga að íbúar fylgist með vefnum covid.is til að fá upplýsingar um fjölda smitaðra í landshlutanum. Ekki verði sagt frá þróun smita á Hornafirði hér eftir. 

Því er beint til íbúa að haga sér svolítið eins og allir séu í sóttkví. Það sinna auðvitað allir sinni vinnu og fara í búð eftir nauðsynjum en utan þess eiga flestir að hafa hægt um sig og hittast í gegnum samfélagsmiðla!

Það er einnig mikilvægt að halda ró sinni. Smitrakningarteymið hefur samband beint við þá sem þurfa að fara í lögbundna sóttkví.