Starfsfólk í sumarafleysingar

5. feb. 2018

Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig:

Legudeildir:  Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf, ræsting og mötuneyti. Um vaktavinnu er að ræða. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hornafjordur.is.

 Heilsugæsla: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, móttökuritari og ræsting á heilsugæslu og starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470 8600 eða netfang ester@hornafjordur.is

 Aðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861 8452 eða netfang: andres@hornafjordur.is

 Vinsamlegast sendið umsókn á ofangreind netföng. Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018.