Auglýst eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum í sumarafleysingar

12. mar. 2019

Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum til afleysinga á hjúkrunar- og sjúkradeild HSU Hornafirði.

Hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði

Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarnemar vantar í sumarafleysingar á hjúkrunar- og sjúkradeild HSU Hornafirði. Vaktavinna þar sem um er að ræða morgun- og kvöldvaktir auk bakvakta yfir nóttina. Á deildinni eru 24 hjúkrunarrými og 4 sjúkrarými ásamt sex rýma dvalardeild sem hjúkrunarfræðingur þjónustar einnig. Hjúkrunarnemi starfar við hlið hjúkrunarfræðings á vakt eða með bakvakt hjúkrunarfræðings. Starfshlutfall eftir samkomulagi.

Gerðar eru kröfur um:
Hjúkrunarfræðingur og/eða hjúkrunarnemi sem hefur ánægju og gleði af því að vinna með öldruðum og getur tekist á við krefjandi aðstæður.

Laun samkvæmt samningi Fíh og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsókn sendist til: Helenu Bragadóttur, hjúkrunarstjóri, helenab@hsu.is eða í síma: 470 8630 / 470 8635 sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 31.03.2019