Sumarstörf á HSU Hornafirði

12. mar. 2019

Spennandi og skemmtilegur vinnustaður sem leitar að sjúkraliðum, félagsliðum og ófaglærðum til starfa á hjúkrunar- og heilsugæslusviði HSU Hornafirði.

Sumarstörf á HSU Hornafirði

 

Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig:

Hjúkrunarsvið: Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf, ræsting og mötuneyti. Um vaktavinnu er að ræða. Upplýsingar gefur Helena Bragadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang helenab@hornafjordur.is.

Heilsugæsla: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, móttökuritari og ræsting á heilsugæslu og starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470 8600 eða netfang ester@hornafjordur.is

Vinsamlegast sendið umsókn á ofangreind netföng. 

Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um.

Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Samband íslenskra sveitafélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.