Þjónustukönnun á HSU Hornafirði framkvæmd næstu tvær viku.

17. nóv. 2017

Þjónustukönnun verður framkvæmd á næstu tveimur vikum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði. Könnunin nær til allra þátta þjónustunnar sem í boði er. Íbúar í hjúkrunar- og dvalarrýmum og aðstandendur þeirra fá könnunina til útfyllingar og einnig verður könnun dreift til þeirra sem þiggja þjónustu heimahjúkrunar og í dagþjálfun aldraðra. Á heilsugæslunni verður hægt að fylla út könnunin í tvær vikur frá og með mánudeginum 18. nóvember. Hér er tengill á þjónustukönnun heilsugæslunnar 2017.