Viðbragðsáætlun 2019

4. sep. 2019

Uppfærð viðbragðsáætlun hefur verið gefin út fyrir heilbrigðisstofnunina á Hornafirði.

Uppfærð viðbragðsáætlun hefur verið gefin út fyrir heilbrigðisstofnunina á Hornafirði. Í nýjustu útgáfunni er sóttvarnaráætlunin komin inn og nokkrar breytingar þar. Sér í lagi má þar nefna staðsetningu á söfnunarsvæði sýktra en það hefur færst inn í Mánagarð. Var það gert í takti við auknar kröfur sóttvarnarlæknis Landlæknisembættis. Má lesa viðbragðsáætlunina í heild sinni HÉR .

Viðbragðsáætlun 2019, 2. útgáfa var uppfærð af Elínu Freyju Hauksdóttur framkvæmdarstjóra lækninga og lesið yfir af framkvæmdaráði.