Viðbragðs og hópslysaáætlun

Mikilvægt er að starfa eftir hópslysaáætlun ef stór slys verða í sveitarfélaginu.

Viðbragðsáætlun 2019 þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða innan heilbrigðisstofnunarinnar í kjölfar atburðar sem kallar á aukin viðbrögð hennar. Áætlunin er unnin af Elínu Freyju Hauksdóttur með aðstoð frá Ester Þovaldsdóttur og Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur. 

Við gerð áætlunarinnar er meðal annars stuðst við lög um almannavarnir nr. 82/2008, lög um sóttvarnir nr. 19/1997, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, lög um eiturefni og hættuleg efni nr. 52/1988 auk laga um heilbrigðisstéttir og laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Viðbragðsáætlun Heilbrigðisstofnunar suðurlands á Hornafirði er ætlað að vera til leiðbeiningar um viðbragðsáætlanagerð HSU á Hornafirði en ekki er um endanleg fyrirmæli að ræða. Ábyrgð á áætlun þessari er á höndum stjórnenda heilbrigðisstofnunar og hefur áætlunin verið send til umsagnar og samþykkt af Landlæknisembættinu, almannavarnanefnd og almannavarnardeild ríkislögreglustjórans.

Áætlunin skal endurskoðuð a.m.k. á fimm ára fresti, en yfirfarin árlega t.d. hvað varðar boðleiðir, gátlista og starfssvæði innan stofnunar. Ef miklar breytingar verða á starfsemi stofnunarinnar skal áætlunin þegar í stað endurskoðuð. Hópslysaáætlunin er nú í endurskoðun.